Nemendur teknir inn um áramót

október 19, 2009
Háskólinn á Bifröst hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að hefja nám um áramót. Skólinn hefur því nú ákveðið að taka inn nemendur um áramót í allar háskóladeildir í staðnámi og fjarnámi. Kennsla hefst strax eftir áramót og umsóknarfrestur er til 15. desember. Kennsla í einstökum námsleiðum er háð því að nægjanlegur fjöldi skrái sig.
 

Share: