Auglýst eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi 

janúar 14, 2025
Featured image for “Auglýst eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi ”

Borgarbyggð auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi frá og með sumrinu 2025. Til greina kemur að semja til lengri eða skemmri tíma. Sækja má um rekstur hvors tjaldsvæðis fyrir sig. 

Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs Borgarbyggðar 9. janúar sl. er óskað eftir því að  umsóknum fylgi eftirfarandi: 

  • Hugmyndir rekstraraðila um leiguverð og tímalengd samnings 
  • Áform er varða uppbyggingu og viðhald 
  • Sýn á það hvernig starfsemin mun efla ferðaþjónustu í Borgarbyggð 
  • Sýn á það hvernig tryggð verði sjálfbærni, snyrtimennsku og náttúruvernd 
  • Umræða um fjárhagslegar forsendur og áhættu sveitarfélagsins 
  • Annað sem viðkomandi telur mikilvægt að koma á framfæri 

Horft verður til ofangreindra þátta við val á samningsaðilum. 

Borgarbyggð sér fyrir sér að rekstraðili taki að sér rekstur tjaldsvæðanna gegn innheimtu afnotagjalda. Í rekstrinum felst t.d. viðhald, greiðsla opinberra gjalda, tryggingar, sláttur og viðhald gróðurs, sorphirða og kostnaður við hita, vatn og rafmagn. 

Tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi eru ólík en að mati sveitarfélagsins eru tækifæri til uppbyggingar og þjónustu á hvoru tjaldsvæði fyrir sig sem vonast er til að nýir rekstraraðilar leysi úr læðingi. 

Borgarbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar  2025. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið ulm@borgarbyggd.is. 

Nánari upplýsingar veitir Sóley Birna Baldursdóttir deildarstjóri umhverfis – og landbúnaðarmála, ulm@borgarbyggd.is 

 

 


Share: