
Forsaga málsins er sú að lögð var inn formlega beiðni frá forsvarmönnum Eyktar ehf. til sveitarstjórnar Borgarbyggðar í febrúar 2007 um að fyrirtækið fengi að kaupa 50-60 hektara af landi í eigu sveitarfélagsins vestan Borgarvogs. Áætlað var að byggja þar allt að 600 íbúðir á næstu 10 -12 árum.
Þó þessum viðræðum sé lokið núna þá væntir sveitarstjórn Borgarbyggðar og forsvarsmenn Eyktar ehf. mikils af samstarfi sín á milli við uppbyggingu í Borgarbyggð á komandi árum eins og segir í bókun sveitarstjórnar frá 11. október 2007.
Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir.