Hljóðfærasmiðja í Borgarnesi

október 14, 2013
Nýlega kom Pamela De Sensi í heimsókn í Grunnskólann í Borgarnesi og stóð fyrir hljóðfærasmiðjum í 1. – 5. bekk. Pamela naut liðsinnis Margrétar Jóhannsdóttur tónmenntarkennara. Pamela er flautuleikari og listrænn stjórnandi barnatónlistarhátíðarinnar Töfrahurð.
Verkefnið mæltist mjög vel fyrir hjá nemendum sem allir fóru heim með frumleg hljóðfæri í lok dags; hristur, trommur og horn. Pamela færði skólanum að gjöf nýstárlegt ásláttarhljóðfæri, gert úr mislöngum rörum. Hægt er að spila á þetta hljóðfæri með öllu mögulegu t.d. inniskóm!
Heimsókn Pamelu var styrkt af Menningarsjóði Vesturlands.
 

Share: