Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu í Englendingarvík í Borgarnesi á Þrettándandum, mánudaginn 6. janúar kl 18:00. Kvöldið hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði frá Kirkjukór Borgarneskirkju – sannkölluð hátíðarstemning, smákökur og kakó verða í boði veitingarstaðarins Englendingarvík og Geirabakarí❤️
Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hefst svo kl 18:30.
Við hvetjum gesti til að geyma bílinn heima og njóta kvöldgöngu í Englendingarvík 😊
Hlökkum til að sjá ykkur öll og kveðja jólin með stæl! ✨