Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn milli þjóðvegar 1 og Vallaráss/Sólbakka norður. Vegurinn var bæði breikkaður og lagaður til.Áður var búið að fylla í skurð sem þarna var vegna slysahættu sem af honum stafaði. Borgarverk í Borgarnesi sá um verkið. Myndina tók Jökull Helgason.