Leikskólinn Hraunborg er fluttur í nýtt uppgert húsnæði í Varmalandsskóla sem við erum virkilega stolt af.
Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús miðvikudaginn 27. nóvember á milli kl:14:00-17:00. Öllum er hjartanlega velkomið að koma og gaman væri ef gamlir nemendur og starfsmenn bæði grunnskólans og leikskólans sæju sér fært að kíkja við og sjá breytingarnar.
Kveðja frá Hraunborg