Gamla skólahúsið í Dalsmynni hefur fengið andlitslyftingu

október 1, 2008
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lagði til á fundi sínum í júní 2008 að gamla skóla- og þinghúsið í Dalsmynnislandi yrði málað og væri það einn hluti fegrunarátaks Borgarbyggðar. Bjarni Steinarsson í Borgarnesi málaði húsið nú í haust og með því er ekki lengur auglýsing á gafli hússins eins og verið hefur í nokkur ár. Húsið er byggt 1931 og hefur að geyma mikla sögu um menntun, hreppsnefndarstörf og félagslíf í Norðurárdal frá fyrri hluta síðustu aldar.
 

Share: