Foreldrafundur í Borgarnesi

október 1, 2013
Fræðslunefnd Borgarbyggðar, Grunnskólinn í Borgarnesi og stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi boða til foreldrafundar um málefni skólans.
Á fundinum munu fræðslustjóri, starfandi skólastjóri og stjórn foreldrafélagsins kynna niðurstöður viðhorfskönnunar Skólavogarinnar, umbótaáætlun og stjórnskipulag skólans.
Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti þriðjudaginn 8. október klukkan 20.00-22.00.
Foreldrar barna í Grunnskólanum í Borgarnesi eru hvattir til að mæta.
Fræðslustjóri
 
 

Share: