Tilkynning frá Landlínum
Teiknistofan Landlínur ehf. hefur lokið skráningu örnefna í Borgarnesi. Skráð var 101 örnefni á svæði sem nær frá Brákarey í suðri að Granastaðahól í norðri. Áhugasamir eru velkomnir að skoða gögnin á skrifstofu Landlína, Borgarbraut 61.
Það var Bjarni Bachmann sem skráði upphaflega örnefnin 1993 í örnefnaskrá sem afhent var Örnefnastofnun til varðveitingar.
Landlínur ehf. er ráðgjafarfyrirtæki þar sem viðfangsefnin eru meðal annars skipulag ferðamannastaða, landslagshönnun og landfræðitengd verkefni. Tveir landslagsarkitektar og landfræðingur starfa hjá Landlínum.