Danshópur Evu Karenar og Dansskóli Ragnars standa fyrir fjölskylduskemmtun í sal Menntaskóla Borgarfjarðar sunnudaginn 4. október næstkomandi. Skemmtunin er til styrktar þeim ungmennum sem halda utan til danskeppni í vetur. Þau lofa botnlausu fjöri á sunnudaginn og bjóða alla velkomna. Skemmtunin hefst kl. 17.00.