1. fundur stýrihóps

janúar 19, 2017

Mætt: Geirlaug Jóhannsdóttir, Guðrún S. Hilmisdóttir, Kristín Gísladóttir, Lilja S. Ólafsdóttir, Linda Kristjánsdóttir, Pálmi Blængsson, Theodór Þórðarson, Freyja Þ. Smáradóttir, Guðrún María Harðardóttir og Jakob Guðmundsson. Fundargerð ritaði Anna Magnea Hreinsdóttir.

Dagskrá:

  1. Kynning á heilsueflandi samfélagi – Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Skólum ehf. og Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar Mosfellsbæjar voru gestir fundarins og fóru yfir innleiðingarferli Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.  Einnig svöruðu þær fyrirspurnum og tóku þátt í umræðu.
  2. Stöðumat. Rætt var um gerð stöðumats, hversu ítarlegt það á að vera og um viðmið og mælingar. Stöðumatið nái til fjögurra þátta; næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Ákveðið að á næsta fund kæmu fulltrúar með gróft stöðumat á sínu sviði og tillögu að mælingum á árangri verkefnisins. Einnig var rætt um framboð á tómstundum fyrir m.a. eldri borgara og aðgengi að upplýsingum um framboð og tímasetningar. Ákveðið að hvetja til þess að upplýsingum verði safnað á einn stað, vefsíðu eða facebook síðu í því skyni að bæta aðgengi að upplýsingum um líkamsrækt. Einnig er hvatt til þess að íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins (eða í Borgarnesi) opni Facebook síður til að auka upplýsingamiðlun og hvatningu til íbúa um hreyfingu.
  3. Íbúaþing. Rætt um að hafa íbúaþing 29. maí í Hjálmakletti kl. 17.00 – 19.00. Ákveðið að hafa gest á fundinum og umræður um þá fjóra þætti sem stöðumatið nær til.Þetta yrði liður í stöðumati og markmiðssetningu í samvinnu við íbúa.
  4. Fundartími. Rætt um fundartíma stýrihópsins. Ákveðið að funda einu sinni í mánuði, þriðja fimmtudag kl. 15.00 – 17.00.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.18.15.


Share: