Slökkt á götuljósum í Borgarnesi

september 28, 2006
Í tengslum við opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 28. september er fyrirhugað að öll götuljós í Borgarnesi verði slökkt frá kl. 22:00 til 22:30 ef veður leyfir.
Almenningur er hvattur til að taka þátt og slökkva sín ljós.
Stjörnufræðingur mun lýsa viðburðinum í beinni útsendingu á Rás 2.
 
 

Share: