Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi gangast fyrir opnum kynningarfundi mánudagskvöldið 27. september á Hótel Borgarnesi. Efni fundarins eru umræður um starf og stefnu samtakanna, en þau eru nokkurs konar hollvinasamtök gamla miðbæjarins í Borgarnesi.Fundurinn hefst kl. 20.30 og allir þeir sem bera hag Borgarness fyrir brjósti eru hjartanlega velkomnir.
Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir