Björn Bjarki og Guðveig í stjórn SSV

september 22, 2014
Fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum, Magnús Smári, Ragnar Frank, Jónína Erna, Sigríður, Helgi Haukur,Björn Bjarki og Kolfinna.
Á framhaldsaðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í Búðardal þann 18. sept síðastliðinn voru Guðveig Eyglóardóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson kosin í stjórn Samtakanna fyrir hönd Borgarbyggðar. Varamenn þeirra eru þau Magnús Smári Snorrason og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. Á fundinum voru samþykktar nokkrar lagabreytingar, m.a. á stjórn Samtakanna en hana skipa nú 12 fulltrúar. Öll sveitarfélög eiga nú a.m.k. einn fulltrúa í stjórn. Stærri sveitarfélög með yfir 3000 íbúa eiga tvo fulltrúa og minni sveitarfélög með færri en 3000 íbúaeinn fulltrúa.
Nýja stjórn SSV skipa:
Ingveldur Guðmundsdóttir, formaður
Valgarð Líndal Jónsson
Rakel Óskarsdóttir
Björn Bjarki Þorsteinsson
Guðveig Eyglóardóttir
Eggert Kjartansson
Eyþór Garðarsson
Sif Matthíasdóttir
Hjördís Stefánsdóttir
Árni Hjörleifsson
Kristín Björg Árnadóttir
Hafdís Bjarnadóttir
 
 

Share: