Fjallkona Borgarnes 2024

júní 18, 2024
Featured image for “Fjallkona Borgarnes 2024”

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2024 á áttatíu ára lýðveldisafmæli Íslands var Edda María Jónsdóttir, nýstúdent úr Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir valinu. Edda María Jónsdóttir flutti ljóðið, Hvert á sér fegra föðurland, eftir Huldu, en ljóðið er hluti af ljóðabálki sem saminn var í tilefni af stofnun lýðveldisins 1944.

Edda María flutti í Borgarnes ung að árum en í föðurættina er hún Borgnesingur og Borgfirðingur svo langt sem elstu menn muna.

Edda María er lífsglöð ung stúlka enda var hún skemmtanastjóri í stjórn MB á síðasta ári. Á útskriftinni úr MB kom Edda María fram og söng lag Unu Torfa, Í löngu máli ,en faðir hennar Jón Sigmundsson lék undir.

Auk þess að flytja hátíðarljóðið í Skallagrímsgarðinum, fór Edda María í heimsókn í Brákarhlíð og flutt ljóðið fyrir heimilismenn og hlaut mikið lof og þakklæti fyrir


Share: