Lokið hefur verið við uppsetningu ljósastaura við Árberg í Reykholtsdal. Settir voru þrír staurar frá Árbergsgötunni að þjóðvegi en göngustígur liggur þaðan, meðfram þjóðvegi í gegnum Kleppjárnsreykjahverfi. Nokkrir nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum ganga frá Árbergi í skólann og mun nú öryggi þeirra og annarra gangandi vegfarenda aukast til muna. Starfsmenn Rarik sáu um uppsetningu stauranna en Einar S. Traustason um jarðvinnu.