Starfsmenn óskast í hlutastörf við íþróttamiðstöðvarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

september 11, 2007
Starfsmenn óskast í hlutastarf við íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum og við íþróttamiðstöðina á Varmalandi.
Um er að ræða hlutastörf seinni hluta dags. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta hafið störf 1. október næstkomandi.
Starfið felst m.a. í umsjón og gæslu mannvirkja, baðvörslu, þrifum, afgreiðslu og eftirliti með tækjum.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Laun eru greidd samkvæmt launatöflu launanefndar
sveitarfélaga.
Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnispróf sundstaða.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14.
Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 433-7100.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 25. september næstkomandi.
Myndin er úr safni Indriða Jósafatssonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Hún er tekin í æfingasal íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
 

Share: