Sumarið hefur verið líflegt í Safnahúsi Borgarfjarðar, nóg um að vera og margir erlendir ferðamenn hafa skoðað sýningarnar þrjár í húsinu: Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og Landið sem þér er gefið – minningarsýningu um Guðmund Böðvarsson skáld.
Sýningarnar verða opnar um næstu helgi en annars hefur vetraropnun tekið gildi í Safnahúsi. Í vetur verður opið alla virka daga kl. 13.00 -16.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Bókasafnið er eftir sem áður opið alla virka daga frá kl. 13.00 -18.00 og Héraðsskjalasafnið frá kl. 8.00 -16.00 alla virka daga. Tekið er á móti hópum, bæði skólahópum og almennum hópum og upplýsingar um það má nálgast á heimasíðu Safnahúss www.safnahus.is