Umhverfismennt á Kleppjárnsreykjum

september 9, 2013
Nemendur í 4.-5 . bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa verið að læra um fræ, hvar þau eru að finna og hversu fjölbreytt þau eru í náttúrunni. Krakkarnir hafa farið út og safnað jurtum með það að markmiði að skoða fræin í þeim, skrá heiti þeirra og teikna.
Á myndinni má sjá hluta bekkjarins með náttúrulistaverk sem þau gerðu úr jurtunum.
 
 

Share: