|
Jóhanna og Egill |
Fimmtudaginn 6. september verður opnuð í Safnahúsi myndasýning um Egil Pálson og fjölskyldu hans en þann dag hefði Egill orðið hundrað ára. Egill bjó í Borgarnesi mestallt sitt líf og vann lengst af hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Kona hans var Jóhanna Lind frá Svíney í Færeyjum og komu þau upp stórum barnahópi. Sýningin verður opnuð með ljúfri dagskrá á neðri hæð Safnahúss kl. 17.30. Allir velkomnir.