Húsvörður – laust starf

mars 6, 2024
Featured image for “Húsvörður – laust starf”

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar á skipulags- og umhverfissviði. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2024.

Leitað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi í fjölbreytt og skemmtilegt starf við umsjón og viðhald fasteigna sveitarfélagsins. Húsvörður hefur yfirsýn yfir fasteignir í eigu sveitarfélagsins og fylgist með ástandi þeirra. Sér um almenna húsvörslu, daglegt viðhald og umsjón.Í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með fasteignum sveitarfélagsins í Borgarbyggð
  • Fylgist með ástandi húsa, lóða og búnaðar stofnana og annast lagfæringar, viðhald og viðgerðir   Smærra viðhald fasteigna, lóða, húsgagna og innréttinga
  • Eftirlit og umsjón með snjómokstri og hálkueyðingu á lóðum stofnana
  •  Hefur eftirlit með aðgengismálum stofnana
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um iðnmenntun
  • Meistaramenntun í iðn er kostur
  •  Reynsla og þekking á sambærilegum störfum er kostur
  • Sveigjanleiki, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samvinnu- og samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna

Share: