Gróðursetningardagur á Uglukletti

september 2, 2013
Í síðustu viku var efnt til gróðursetningardags á leikskólanum Uglukletti. Foreldrar voru beðnir um að koma eftirmiðdagsstund til að gróðursetja og fínpússa lóðina fyrir veturinn. Foreldrar og velunnarar leikskólans brugðust vægast sagt vel við, milli 90 og 100 manns mættu og tóku til hendinni. Þar voru á ferð, leikskólabörnin sjálf, foreldrar, systkini, ömmur, starfsfólk og makar.
Hópurinn plantaði um 150 plöntum, skipti um jarðveg og tyrfði þar sem þurfa þótti, bjó til eldstæði, hlúði að þeim plöntum sem fyrir voru og margt, margt fleira.Þá voru grillaðar pylsur í kvöldmat og síðustu dugnaðarforkarnir fóru heim kl. 21.30, að loknu góðu dagsverki.
 
Frábær dagur á Uglukletti og sýnir okkur hvernig hægt er að virkja samfélagið til að gera góða hluti saman.
Margar hendur vinna létt verk!
 
 

Share: