Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar.
Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal. Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, vélar og fjöldan allan af trébílum. Á sýningunni er meðal annars til sýnis beltabíll sem Guðmundur smíðaði og er merktur Björgunarsveitinni Brák.
Sýningin stendur frá 11. janúar til 26. janúar 2024 í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar
Allir velkomnir.