Frá Umhverfis- og skipulagssviði

ágúst 29, 2011
Grænt og fallegt_jh
Í september verða göturnar Birkiklettur og Fjóluklettur malbikaðar en þær eru samanlagt tæplega 3.000 m2 að flatarmáli. Þá verður Sólbakki norður klæddur bundnu slitlagi en gatan er um 2.000 fermetrar að flatarmáli. Verklok beggja verka eru áætluð 1. október næstkomandi og verktaki er Borgarverk.
Nú er einnig verið að leggja lokahönd á þökulögn á hluta svæðisins milli þjóðvegar 1 og Digranesgötu í Borgarnesi. Unnið hefur verið við frágang svæðisins í áföngum sl. ár en að þessu sinni verða um 1.300 m2 þökulagðir.
 
 

Share: