Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu. Boðið verður upp á aðstoð við að pakka inn jólagjöfum og notalega samveru.
Klukkan 13.00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi og leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á samt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði meðan við klárum að pakka inn síðustu gjöfunum fyrir jól.
Opið er frá kl. 11.00 – 14.00
Allir velkomnir, heitt á könnunni og smákökur.