Götusópun í Borgarnesi

ágúst 25, 2008
Mánudaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 26. ágúst verða götur sópaðar í Borgarnesi.
Íbúar í Borgarnesi eru vinsamlega hvattir til að leggja bílum sínum þannig að það hamli ekki götusópun.
Það er fyrirtækið Hreinsitækni sem annast götusópunina en það fyrirtæki er undirverktaki HS-verktaks sem Borgarbyggð hefur gert þjónustusamning við.
Mynd: Jökull Helgason

Share: