Framkvæmdir við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri

ágúst 24, 2011
Við grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri er nú verið að bæta aðkomuna að skólanum. Meðal þess sem gert verður er nýtt bílastæði fyrir starfsfólk og gesti skólans og snúningsplan eða nokkurs konar hringtorg fyrir skólabíl og aðra bíla, en með tilkomu hringtorgsins mun öryggi gangandi vegfarenda við skólann aukast til muna frá því sem áður var. Fyrirtækið Jörvi sér um þessa framkvæmd.
Þá er einnig verið að bæta aðgengi að skólanum og verður m.a. gerður hjólastólarampur við aðalinngang skólans en nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri vinna verkið í tengslum við nám í umhverfisskipulagi.
Á lóð skólans hefur nú verið settur upp kastali, sem áður stóð á lóð gamla leikskólans á Hvanneyri.
Verktaki í verkinu var PJ-Byggingar á Hvanneyri.
Meðfylgjandi myndir tók Jökull Helgason
 

Share: