Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2023

nóvember 24, 2023
Featured image for “Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2023”
Þann 3. desember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar aðventan gengur í garð

Dagskrá:

KL. 13:00 – 16:00 Jólastund í Safnahúsi Borgarfjarðar
– Litla jólasýningin opnuð.
– Eva Lára Vilhjálmsdóttir stýri jólaföndri á bókasafninu
– Katla Njálsdóttir söng- og leikkona heldur uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum.

Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
– Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju.
– Sylvía Erla og Árni Beinteinn þáttastjórnendur Bestu lög barnanna taka jólasyrpu.
– Jógvan Hansen ætlar að koma öllum í gott jólaskap með jólatónum.

– Kynnir verður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingiskona.
– Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð
– Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarða bjóða upp á smákökur

Tengill á viðburðinn á Facebook.


Share: