Þvílík spenna!

ágúst 22, 2008
Unglingarnir í Borgarnesi mættu með kennurum sínum í félagsheimilið Óðal í dag til að marka upphaf vetrarstarfsins. Þar horfðu þau m.a. saman á landsleik Íslands og Spánar á Ólympíuleikunum í Kína. Landsliðið okkar Íslendinga í handbolta vann stórsigur á Spánverjum og tryggðu sér þar með þátttöku í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudag.
Mikil stemning var í Óðali eins og myndirnar bera með sér.
Áfram Ísland!
Myndir: Hanna Sigríður Kjartansdóttir

Share: