
Í erindi sínu mun Egill fjalla um loftslags- og gróðurfarsbreytingar í Reykholtsdal frá landnámi til nútíma eins þær birtast í setlögum frá Breiðavatni og Reykholti.
Egill, sem er frá Dal í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, lauk landfræðinámi (BS) frá Háskóla Íslands vorið 2002. Þá um haustið hóf hann doktorsnám við University of Aberdeen, Skotlandi, sem hann síðan lauk í maí 2007. Heiti doktorsritgerðar hans er Environmental change around the time of the Norse settlement of Iceland. Síðan þá hefur Egill starfað hjá Snorrastofu og Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Egill fæst nú við rannsóknir á seljum í Borgarfirði, samspili gróðurs og kolefnisbúskapar í jarðvegi á SV-landi sl. 4000 ár og gróðurfarsbreytingum um og eftir landnám við Hrísbrú í Mosfellsdal.
Fyrirlesturinn hefst sem fyrr segir klukkan 20:30 þriðjudaginn 19. ágúst í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Aðgangseyrir er 500 kr, en boðið verður upp á veitingar í hléi.
(Fréttatilkynning)