Nú styttist í skólasetningu grunnskólanna

ágúst 19, 2010
Nú er farið að styttast í skólabyrjun hjá grunnskólunum.
Grunnskóli Borgarness verður settur í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi mánudaginn 23. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00. Allir velkomnir. Að skólasetningu lokinni hitta nemendur umsjónarkennara sína í skólanum. Skólarútan fer úr Sandvík kl. 12.40 og til baka frá biðskýli í Skallagrímsgötu kl. 14.15. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24.
ágúst. Innkaupalistar eru komnir inn á heimasíðu skólans http://grunnborg.is/
 
Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur föstudaginn 27. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 30. ágúst. Skólasetning á Hvanneyri verður kl. 10.00 í skólahúsnæðinu, á Varmalandi kl. 12.30 í Þinghamri og á Kleppjárnsreykjum í matsal skólans kl. 14.30.
Að skólasetningu lokinni verða námsefniskynningar í höndum umsjónakennara.
Innkaupalistar verða birtir fljólega á heimasíðu skólans.
Verið er að vinna að nýrri heimasíðu fyrir skólann og slóðin er http://www.gbf.isÁ upphafsíðunni verða upplýsingar sem eiga sameiginlega við um allar deildir og þar verða sérstakir linkar inn á hverja deild fyrir sig. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um starfsemi viðkomandi starfsstöðvar.
 
 

Share: