Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

ágúst 18, 2009
Fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi verður tekið við nýjum umsóknum í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir veturinn 2009 – 2010, að Borgarbraut 23 frá
kl. 14.00 – 18.00. Einnig er hægt að hringja í síma 437 2330 eða senda tölvupóst á netfangið tskb@simnet.is Skólinn getur tekið við nokkrum nemendum á flest hljóðfæri. Eldri nemendur sem ekki hafa gengið frá staðfestingargjöldum þurfa að hafa samband við skólastjóra sem fyrst, eða fyrir 20. ágúst næstkomandi.
 
 

Share: