Íbúðalánasjóður – íbúðir til leigu í Borgarbyggð

ágúst 12, 2013
Íbúðalánasjóður hefur auglýst þrjár íbúðir í Borgarnesi og tvær íbúðir á Hvanneyri til útleigu. Um er að ræða 2 og 4 herbergja íbúðir við Brákarbraut og 4 herbergja íbúð við Arnarklett í Borgarnesi og tvær 2 herbergja íbúðir við Sóltún á Hvanneyri.
 
Eignirnar eru auglýstar á http://fasteignir.visir.is/ og http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um þær með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is . Eftir 15. ágúst verður unnið úr umsóknum og þeim öllum svarað.
Á meðan eignirnar eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunni á netinu en að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hefur þá kost á að afþakka ef eignin hentar ekki.
 
 
 

Share: