Ný sumarsýning: Íslensku búningurinn – Spor eftir spor

október 12, 2023
Featured image for “Ný sumarsýning: Íslensku búningurinn – Spor eftir spor”

Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.

Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.

Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.


Share: