Borgarbyggð auglýsir eftir húsverði í mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi

ágúst 19, 2010
Húsvörð vantar í 60% starf við mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. september n.k.
Helstu verkefni húsvarðar eru; eftirlit með húsnæðinu og húsbúnaði, umsjón með þrifum og viðhaldi og umsjón með útleigu á menningarsal hússins.
 
Hæfniskröfur
– Færni í mannlegum samskiptum
– Sjálfstæð vinnubrögð
– Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
– Iðnmenntun æskileg
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Finnur Kristjánsson í síma 433-7100, netfang kristjan@borgarbyggd.is
 

Share: