Nýr kurlstígur í Skallagrímsgarði og endurbætur á kurlstígum í Einkunnum

júlí 25, 2014
Nýlega voru kurlaðir fjöldi trjábola sem umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur látið safna síðastliðið ár við Bjarnhóla. Þrír starfsmenn HSS verktak, einn starfsmaður Skógræktarfélags Borgarjarðar og einn sumarstarfsmaður sáu um kurlunina.Kurlið var síðan flutt á tvo staði í Einkunnum og í Skallagrímsgarð. Unnar Eyjólfur Jensson sumarstarfsmaður Borgarbyggðar hefur unnið síðastliðnar þrjár vikur við við að dreifa kurlinu á 4 km langan bút af göngustígakerfi Einkunna og leggja kurl í nýjan stíg í Skallagrímsgarði.
 

Share: