Næsta ganga UMSB verður miðvikudaginn 17. júlí kl. 18.30. Gengið verður á Tungu (437 m) fyrir ofan Kalmannstungu. Gangan hefst við vegamótin þar sem beygt er upp á Arnavatnsheiði og að Surtshelli. Af Tungunni er fallegt útsýni yfir Norðlingafljót, Fljótstungurétt og Húsafell. Fyrir þá sem koma úr Borgarnesi eða nágrenni þá verður sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 17.30.