Körfuknattleiksdeild Skallagríms endurvekur nú nytjamarkaðsstemminguna í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 11. júlí kl. 12.00 – 16.00
Á markaðinum verður ýmislegt í boði m.a. gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, púsl, vínilplötur, húsgögn, dekk á felgum og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft. Allur ágóði rennur til Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.
Þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því að gefa „dót“ á markaðinn eru beðnir að hafa samband við Pálma í síma 869 7092 eða Gunnar í síma 898 9219 og þeir munu sjá um að dótið verði sótt til ykkar. Auglýsingu og kort má sjá hér