Kartöfluuppskera

júní 27, 2008
Bændur í Hvannatúni eru nú þegar farnir að taka upp fallegar og bústnar kartöflur eins og sést á meðfylgjandi mynd frá því í hádeginu í dag, föstudaginn 27. júní. Kartöflurnar eru mjög snemma á ferðinni og nokkrum dögum fyrr en í fyrra, en frétt þess efnis birtist hér á heimasíðunni í fyrra. Sjá hér frétt frá því fyrir ári síðan.
Kartöflur eru ein þeirra matjurta sem svara mjög vel, með aukinni uppskeru, þeim loftlagsbreytingum sem eiga sér stað núna með auknum hita, raka og koltvísýringi í andrúmsloftinu. Talið er að uppskeruaukning kartafla komi til með að aukast enn á næstu árum, ef skaðvaldar hefta ekki vöxt þeirra.

Share: