Brákarhátíð um helgina

júní 27, 2013
Brákarhátíð verður haldin í fimmta sinn í Borgarnesi laugardaginn 29. júní næstkomandi. Götugrill með tilheyrandi húllumhæi verður á föstudagskvöldið í Borgarnesi, á Hvanneyri og að sjálfsögðu um allar sveitir. Dagskrá hátíðarinnar er að venju glæsileg og allir ættu að geta fundið eitthvað sér til skemmtunar. Dagskrána má sjá á vef hátíðarinnar www.brakarhatid.is
 

Share: