Ákveðið hefur verið að Borgarbyggð gerist þátttakandi í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki“. Samningur þess efnis, milli sveitarfélagsins og Landverndar, verður undirritaður á setningarathöfn vinabæjarmóts í Borgarnesi á laugardaginn kl. 9.45. „Vistvernd í verki“ er alþjóðlegt umhverfisverkefni sem ætlað er að stuðla að vistvænna samfélagi með því að auka umhverfisvitund fjölskyldna með þátttöku í svokölluðum visthópi. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru hvattir til að skrá sig í Ráðhúsi sveitarfélagsins. Stefnt er að því að fyrsti hópurinn taki til starfa í byrjun september. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.