Nýr sérkennslufulltrúi

júní 21, 2007
Ásta Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf sérkennslufulltrúa hjá Borgarbyggð. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Ingibjörg Elín Jónasdóttir sem gengt hefur starfinu undanfarin ár lætur af störfum nú í haust. Sérkennsluráðgjafi sinnir bæði leikskóla- og grunnskólastigi. Helstu viðfangsefni eru að stuðla að því að kennslufræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi, að efla leik- og grunnskóla sem faglegar stofnanir og veita starfsmönnum skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Um er að ræða 75% starfshlutfall.Borgarbyggð býður Ástu Björk velkomna til starfa.
 

Share: