Þjóðhátíðin 17. júní í Borgarbyggð

júní 16, 2008
Hátíðahöld á vegum sveitarfélagsins fara fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og má sjá dagskrána hér. Í garðinum hefur nú verið komið fyrir nýju glæsilegu sviði sem Ómar Pétursson teiknaði og menn Ólafs Axelssonar smíðuðu. Fyrir framan það er listavel gerð vegghleðsla eftir Unnstein Elíasson. Vonast er til þess að með tilkomu þessa fasta sviðs í garðinum fjölgi listrænum uppákomum þar.
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður víðar fagnað um sveitarfélagið. Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli.
Í Lindartungu verða ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá.
Í Logalandi verður Ungmennafélag Reykdæla með afmælishátíð. Nánar er þetta auglýst á viðkomandi stöðum.
 
Mynd úr Skallagrímsgarði: Björg Gunnarsdóttir

Share: