Umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar

júní 10, 2011
Borgarbyggð hefur ráðið Ingu Björk Bjarnadóttur í sumarvinnu við skrif á Umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið en áætlunin er hluti af átaksverkefni á vegum Umferðarstofu.
Markmiðið með Umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar er að efla öryggi í umferð í sveitarfélaginu með markvissum aðgerðum. En eins og flestir hafa eflaust tekið eftir hefur hámarkshraði í íbúðarhverfum verið lækkaður niður í 30 km/klst. Þessi hraðatakmörkun var hluti af markmiðum sveitarfélagsins í átt að bættu öryggi fyrir íbúa.
Ef íbúar Borgarbyggðar hafa ábendingar eða hugmyndir að betrumbótum hvað varðar umferðarmál í sveitarfélaginu geta þeir ýmist haft samband við Ingu Björk í gegnum skrifstofu Borgarbyggðar eða sent tölvupóst á netfangið ingabjork@borgarbyggd.is.
 

Share: