Það verður mikið um að vera á íþróttasvæðinu í Borgarnesi um helgina.
Á knattspyrnuvellinum fer fram Bónusmót Skallagríms 2012 þar sem etja kappi yngstu knattspyrnuiðkendurnir í 6. og 7. flokki karla og kvenna. Stelpurnar spila á laugardeginum og strákarnir á sunnudeginum.
Fjöldi liða tekur þátt og er gert ráð fyrir að búast megi við að þúsund manns komi í Borgarnes um helgina að fylgjast með knattspyrnu.
Veðurspáin er mjög góð og er gert ráð fyrir sól og hita alla helgina.
Að loknu móti hvorn dag verður slegið upp heljarinnar grillveislu og verðlaunaafhendingu sem fer fram í Skallagrímsgarði.
Nánari upplýsingar á www.skallagrimur.is/knattspyrna