Leikskólakennari

maí 31, 2011
LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR
Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL
Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru laus staða leikskólakennara frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara.
Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn.
 
Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara:
· Leikskólakennaramenntun
· Færni í mannlegum samskiptum
· Sjálfstæð vinnubrögð
· Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
· Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Í samræmi lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2011
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, leikskólastjóri, í síma 435-1157 eða 862-0064, eða í tölvupósti; hnodrabol@borgarbyggd.is.
 

Share: