Mörg námskeið fyrir börn í 1.-7. bekk grunnskóla verða í boði í Borgarnesi í sumar. Námskeiðin/gæsla eru opin öllum börnum á þessum aldri í Borgarbyggð. Starfsemin hefur hlotið nafnið Sumarfjör. Í Sumarfjöri verður m.a. boðið upp á Smíðafjör, Dansnámskeið og Listasmiðju.
Starfsemi Sumarfjörs hefst þriðjudaginn 3. júní kl. 9.00 og verður alla virka daga frá kl. 9.00 til 16.00.
Yfirumsjón með starfinu hefur Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir. Með henni starfa Kara Kristel Ágústsdóttir, Daniel Hatfield og unglingar úr vinnuskólanum. Öll börn eru velkomin í Sumarfjör.
Skrá þarf börn úr Borgarnesi, 1.- 4. bekk í síðasta lagi 28. maí.
Skrá þarf börn úr dreifbýli, 1.- 4. bekk í síðasta lagi 30. maí.
Skrá þarf börn í 5.- 7. bekk í síðasta lagi 3. júní.
Skráningareyðublöðunum má skila í tölvupósti á netfangið sumarstarf@borgarbyggd.is eða í Ráðhús Borgarbyggðar.
Hér má sjá námskeiðslýsingar í Sumarfjöri
Hér má sjá námskeiðslýsingar í Sumarfjöri
Hér má sjá dagskrá Sumarfjörs fyrir 1.- 4. bekk (getur tekið breytingum).
Símanúmer Sumarfjörs er 847-7997, netfang: sumarstarf@borgarbyggd.is