Samið um umhirðu íþróttavalla

maí 22, 2014
Borgarbyggð og Ungmennasamband Borgarfjarðar hafa gert með sér samning um umhirðu íþróttavalla í sveitarfélaginu. Borgarbyggð leggur aukið fjármagn í umhirðu og umsjón með vallarsvæðinu í Borgarnesi með það að markmiði að svæðið verði eins og best verður á kosið á Unglingalandsmóti árið 2016. Auk umhirðu vallarins í Borgarnesi mun UMSB hafa umsjón með íþróttavöllum á Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Varmalandi.
 
UMSB hefur svo samið við Golfklúbb Borgarness um umsjón og viðhald á Skallagrímsvelli fyrir hönd sambandsins. Það fyrirkomulag geri golfklúbbnum kleift að ráða til sín vallarstjóra með sérþekkingu á grasvallafræðum, í fullt starf. Kraftar hans munu nýtast bæði á Skallagrímsvelli og golfvellinum.
Myndin var tekin á Skallagrímsvelli við undirritun samningsins.

 

Share: