Sjöundi bekkur á Kleppjárnsreykjum fær viðurkenningu

maí 21, 2014
Úrslit liggja fyrir í samkeppninni Tóbakslaus bekkur en samkeppnin hefur verið meðal tóbakslausra 7. og 8. bekkja í skólum landsins í vetur. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Krakkarnir í 7. bekk á Kleppjárnsreykjum útbjuggu veggspjald og sendu sem lokaverkefni í keppnina og var bekkurinn einn af tíu bekkjum sem hlutu vinning. Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum og er þeim frjálst að ráðstafa verðlaunafénu að vild.
Nánar má lesa um keppnina og aðra vinningshafa á vef
Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
 
Til hamingju krakkar!
 

Share: